Ekki eru allar kaffibaunir jafnar að gæðum.
Þótt talið sé að til séu yfir 25 kaffiplöntutegundir eru aðeins tvær þeirra ræktaðar til kaffi-baunaframleiðslu, arabica- og robusta-kaffiplantan. Hin fyrrnefnda er upprunnin í Arabíu en hin síðarnefnda á rætur sínar að rekja til Austur-Afríku. Robusta-kaffibaunirnar hafa allt til að bera nema bragðið og eru þær t.d. þrisvar til fjórum sinnum ódýrara hráefni heldur en arabica-kaffibaunirnar en þær standast engan samanburð varðandi bragð og önnur gæði. Súfistinn notar eingöngu 100% arabica-kaffibaunir og flytur inn hrákaffi frá yfir 17 löndum, ristar einungis 7 til 12 kg í senn til þess að tryggja hámarksgæði og er tími hverrar ristunar u.þ.b. 15 mínútur.
Þessi hæga ristunaraðferð, yfirgripsmikil þekking á hráefninu og sú mikla áhersla sem lögð er á að kaffið sé ferskvara hefur skapað Súfistanum sérstöðu meðal innlendra og erlendra kaffibrennslna.
Hjá Súfistanum er tíminn frá ristun talinn í klst. en ekki í mánuðum eða árum eins og hjá mörgum kaffibrennslum.
Kaffi Súfistans, sem eingöngu er 100% arabica-kaffibaunir, má skipta í tvo flokka.
1. Kaffi frá sérvöldum búgörðum og ræktunarsvæðum:
Hér leitar kaffimeistarinn eftir kaffibaunum frá úrvalsbúgörðum eða ræktunarsvæðum sem öðlast hafa frægð í kaffiheiminum vegna einstakra gæða. Það sem einkum ræður gæðum kaffibaunanna er hvernig plantekrurnar liggja gagnvart sól, hæð yfir sjávarmáli og samsetning jarðvegs.
2. Kaffiblöndur:
Hér reynir á hæfni og bragðlauka kaffimeistarans því markmiðið er tvíþætt.
a) Framleiða kaffiblöndur úr úrvals kaffi og framkalla „einstaklinga“ sem eru „betri“ en „forfeðurnir“ án þess að hugsa um kostnað.
b) Framleiða kaffiblöndur þar sem hvort tveggja er haft að leiðarljósi gæði og kostnaður.
Ekki eru allar kaffibaunir jafnar að gæðum.
Þótt talið sé að til séu yfir 25 kaffiplöntutegundir eru aðeins tvær þeirra ræktaðar til kaffi-baunaframleiðslu, arabica- og robusta-kaffiplantan. Hin fyrrnefnda er upprunnin í Arabíu en hin síðarnefnda á rætur sínar að rekja til Austur-Afríku. Robusta-kaffibaunirnar hafa allt til að bera nema bragðið og eru þær t.d. þrisvar til fjórum sinnum ódýrara hráefni heldur en arabica-kaffibaunirnar en þær standast engan samanburð varðandi bragð og önnur gæði. Súfistinn notar eingöngu 100% arabica-kaffibaunir og flytur inn hrákaffi frá yfir 17 löndum, ristar einungis 7 til 12 kg í senn til þess að tryggja hámarksgæði og er tími hverrar ristunar u.þ.b. 15 mínútur.
Þessi hæga ristunaraðferð, yfirgripsmikil þekking á hráefninu og sú mikla áhersla sem lögð er á að kaffið sé ferskvara hefur skapað Súfistanum sérstöðu meðal innlendra og erlendra kaffibrennslna.
Hjá Súfistanum er tíminn frá ristun talinn í klst. en ekki í mánuðum eða árum eins og hjá mörgum kaffibrennslum.
Lestu áfram...Við mölum kalffið i fyrir viðskiptavini okkar.
Einungis úrvals kaffibaunir og gott bragð :)
Til að njóta kaffisins til fullnustu ættu allir að eiga kaffikvarnir og mala kaffið jafnóðum og þess er neytt.
Te Súfistans er frá hinum virta teframleiðanda í Vínarborg Demmerhandelerchaft.
Demmer teehaus nýtur mikillar virðingar í Mið- og Suður- Evrópu vegna einstakra gæða og
frumleika við teblöndun